„Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk.
„Fylkismenn voru fastir fyrir og við fengum að finna fyrir því. Það eina sem hægt var að gera var að mæta þeim með hörku,“ sagði Hjálmar sem hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld.
„Ég er mjög sáttur með að skora tvö mörk en ég fékk góð færri á báðum hálfleikjunum til að skora fleiri mörk. Það vantaði kannski örlitla heppni til að ná þrennunni,“ segir Hjálmar sem vill fá heimaleik í næstu umferð.
„Það er glæsilegt að vera komnir áfram í bikarnum. Við höfum verið að spila vel í deildinni og það er ánægjulegt að ná að fylgja því eftir í bikarnum. Ég vona að við fáum heimaleik í næstu umferð. Það skiptir engu máli hverjum við mætum.“
Íslenski boltinn