Kannar hugarheim kvenna í væntanlegum þríleik 20. maí 2010 08:45 stórt verkefni í bígerð Ragnar er að leggja lokahönd á handrit kvikmyndar sem verður sú fyrsta í þríleik um konur. fréttablaðið/valli „Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
„Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira