Kannar hugarheim kvenna í væntanlegum þríleik 20. maí 2010 08:45 stórt verkefni í bígerð Ragnar er að leggja lokahönd á handrit kvikmyndar sem verður sú fyrsta í þríleik um konur. fréttablaðið/valli „Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira