Erlent

Endurbótum þarf að hraða

Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir nauðsynlegt að umbætur á fyrirkomulagi dómsmála í Króatíu virki eins og til er ætlast áður en landið getur fengið aðild að ESB.

Króatía vonast til að geta gengið í Evrópusambandið árið 2012, en áður en af því verður þarf dómskerfi landsins að verða bæði skilvirkt og óhlutdrægt, flóttamönnum og minnihlutahópum þarf að tryggja full réttindi, auk þess sem styrkja þarf baráttu gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi.

Reding sagði að nú þurfi stjórnin í Króatíu að „hraða endurbótum. Ekki aðeins á pappírnum."- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×