Fyrsta æfingin í sautján ár 30. september 2010 11:45 á æfingu S.H. Draumur á æfingu á Egilsstöðum fyrir endurkomutónleika sína. Sveitin hefur engu gleymt, að mati Dr. Gunna. Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira