Handbolti

Reynir Þór: Sigurinn var aldrei í hættu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld en Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum 30-38 í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld.

„ Ég er mjög ánægður með fyrstu 40 mínúturnar hjá okkur  en síðan slökum við allt of mikið á og þeir hefðu alveg getað komist inn í leikinn,“ sagði Reynir.

„ Ef maður lítur yfir leikinn í heild sinni þá var sigurinn aldrei í hættu og við vorum með yfirhöndina allan tíman. Það sem ég er ánægðastur með er hvað við mættum á fullum krafti til leiks sem er algjörlega nauðsynlegt á svona erfiðum útivelli,“ sagði Reynir.

Framarar hafa núna unnið fimm leiki í röð og sitja í 2.-3.sæti deildarinnar með 12 stig. Síðast þegar Framarar unnu  fimm leiki í röð var árið 2006 en þá urðu þeir Íslandsmeistarar.

„Við ætlum okkar að vera í þessari toppbaráttu allt mótið. Fram hefur ekki unnið fimm leiki í röð síðan árið 2006 og því erum við virkilega sáttir með gang mála. Það er engu að síður gríðarlega mikilvægt að halda haus og fara ekki að hugsa of mikið um velgengnina. Við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu og sjá svo hvar við endum,“ sagði Reynir Þór Reynisson ánægður eftir sigurinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×