Pólitískt forræði væri afturför 10. júlí 2010 06:00 Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun