Óttar á leið til Kína 21. október 2010 07:30 Baltasar vinnufíkill Óttar Guðnason segir Baltasar vera algjöran vinnufíkil á tökustað en hann sé góður verkstjóri og nái því besta úr sínu fólki.Fréttablaðið/Valli Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira