Handbolti

Naumur sigur Fram á Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stella Sigurðardóttir skoraði sigurmark Fram í dag.
Stella Sigurðardóttir skoraði sigurmark Fram í dag.

Stjarnan var afar nærri því að ná óvæntu stigi gegn Fram í N1-deild kvenna í dag en mátti sætta sig við afar naumt tap.

Stjarnan spilaði glæsilega í fyrri hálfleik og var með sjö marka forystu í hálfleik, 21-14.

En Framarar vöknuðu til lífsins strax í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu sex mörk hálfleiksins.

Stjarnan var þó með undirtökin lengst af í síðari hálfleik þar til að Karen Knútsdóttir jafnaði metin þegar fimm mínútur voru til leiksloka í stöðunni 30-30.

Það var svo Stella Sigurðardóttir sem skoraði sigurmark Fram á lokamínútu leiksins. Stjarnan átti möguleika á að jafna metin í síðustu sókn leiksins en allt kom fyrir ekki.

Íris Björk Símonardóttir átti mjög góðan leik í liði Fram, sérstaklega í síðari hálfleik er Fram náði að minnka forystu Stjörnunnar.

Stella skoraði níu mörk fyrir Fram og Þorgerður Anna Atladóttir, sem var að spila sinn fyrsta leik með Stjörnunni á tímabilinu, var einnig atkvæðamikil með tíu mörk.

Karen skoraði átta mörk fyrir Fram og Guðrún Þóra Hálfánsdóttir fimm. Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×