Ameríka opnast fyrir Vesturport 4. desember 2010 09:00 Hamskiptin í uppfærslu Vesturports fengu lofsamlega dóma í The New York Times. Dómurinn skiptir öllu máli fyrir frekari útrás í Ameríku. Mynd/Vesturport.com „Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
„Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg
Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira