Fimmtán þúsund tryggðu sér miða á Frostrósirnar 21. október 2010 14:00 á ferð og flugi Frostrósafólkið verður á ferð og flugi í desember. Miðasala á tónleikana hefur gengið vonum framar. fréttablaðið/stefán Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Íslendingar hefja jólaundirbúninginn snemma því ríflega fimmtán þúsund miðar höfðu selst á níundu jólatónleikaröð Frostrósa skömmu eftir hádegi í gær, aðeins þremur klukkustundum eftir að almenn miðasala hófst. Forsala á tónleikana hófst daginn áður. Þetta er mun betri árangur en í fyrra þegar tíu þúsund miðar seldust á svipuðum tíma. „Við erum í skýjunum. Þetta er sirka 50% meira en á sama tíma og í fyrra,“ segir skipuleggjandinn Samúel Kristjánsson. „Þetta er greinilega nokkuð sem fólki finnst vera orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.“ Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar verða haldnir í desember eins og Frostrósatónleikarnir og miðar á þá hafa einnig selst eins og heitar lummur. Samúel er ánægður með þennan mikla áhuga sem Íslendingar hafa á jólatónleikum. „Það er ánægjulegt ef öllum gengur vel. Við erum að fara fram úr okkar væntingum og erum enn langvinsælasti tónlistarviðburður landsins.“ Uppselt er á þrenna Frostrósatónleika í Laugardalshöll og er miðasala hafin á aukatónleika þar. Einnig er uppselt á Frostrósir víða um land en alls seldist upp á tólf tónleikastöðum í gær. Tvennir aukatónleikar eru sömuleiðis fyrirhugaðir á Akureyri. Miðaverð á Frostrósir er 4.590 úti á landi og hefur hækkað um 500 krónur frá því í fyrra. Í Reykjavík hafa miðarnir hækkað um þúsund krónur og kosta á bilinu 4.990 til 11.990. Ljóst er af fjölda seldra miða að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Margir af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins koma fram á tónleikunum, sem verða haldnir á tímabilinu 1.-17. desember. Í Laugardalshöll verða vel yfir tvö hundruð manns, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar í einu á sviðinu. Flytjendur í Reykjavík og á Akureyri er þau Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Á tónleikaferðinni um landið verða allir með nema Margrét Eir, Eivør og Stefán. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Íslendingar hefja jólaundirbúninginn snemma því ríflega fimmtán þúsund miðar höfðu selst á níundu jólatónleikaröð Frostrósa skömmu eftir hádegi í gær, aðeins þremur klukkustundum eftir að almenn miðasala hófst. Forsala á tónleikana hófst daginn áður. Þetta er mun betri árangur en í fyrra þegar tíu þúsund miðar seldust á svipuðum tíma. „Við erum í skýjunum. Þetta er sirka 50% meira en á sama tíma og í fyrra,“ segir skipuleggjandinn Samúel Kristjánsson. „Þetta er greinilega nokkuð sem fólki finnst vera orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.“ Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar verða haldnir í desember eins og Frostrósatónleikarnir og miðar á þá hafa einnig selst eins og heitar lummur. Samúel er ánægður með þennan mikla áhuga sem Íslendingar hafa á jólatónleikum. „Það er ánægjulegt ef öllum gengur vel. Við erum að fara fram úr okkar væntingum og erum enn langvinsælasti tónlistarviðburður landsins.“ Uppselt er á þrenna Frostrósatónleika í Laugardalshöll og er miðasala hafin á aukatónleika þar. Einnig er uppselt á Frostrósir víða um land en alls seldist upp á tólf tónleikastöðum í gær. Tvennir aukatónleikar eru sömuleiðis fyrirhugaðir á Akureyri. Miðaverð á Frostrósir er 4.590 úti á landi og hefur hækkað um 500 krónur frá því í fyrra. Í Reykjavík hafa miðarnir hækkað um þúsund krónur og kosta á bilinu 4.990 til 11.990. Ljóst er af fjölda seldra miða að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Margir af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins koma fram á tónleikunum, sem verða haldnir á tímabilinu 1.-17. desember. Í Laugardalshöll verða vel yfir tvö hundruð manns, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar í einu á sviðinu. Flytjendur í Reykjavík og á Akureyri er þau Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Á tónleikaferðinni um landið verða allir með nema Margrét Eir, Eivør og Stefán. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira