Tvö ný andlit í Gettu betur 14. september 2010 07:00 nýir liðsmenn Dómarinn Örn Úlfar Sævarsson (lengst til vinstri) ásamt nýju liðsmönnunum Eddu Hermannsdóttur og Marteini Sindra Jónssyni. Spyrillinn Edda Hermannsdóttir og stigavörðurinn Marteinn Sindri Jónsson eru ný andlit spurningakeppninnar Gettu betur sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu 19. febrúar. Höfundur spurninga verður sá sami og áður, Örn Úlfar Sævarsson. „Það eru spennandi tímar fram undan. Það fer vissulega svolítill tími í þetta og þetta er ekki alveg orðið raunverulegt enn þá. En mér líst rosalega vel á þennan hóp sem verður með mér,“ segir Edda, sem fetar í fótspor Evu Maríu Jónsdóttur sem hefur spurt nemendur spjörunum úr undanfarin tvö ár. Edda viðurkennir að hún kvíði því lítillega að koma í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. „Það er passlega mikið stresss, eins og það á að vera. En ég er búin að fara á nokkrar æfingar og ætti nú að vera vel undirbúin.“ Sjónvarpsmennska ætti henni líka að vera í blóð borin því hún er dóttir hins eins og sanna Hemma Gunn. Edda er Akureyringur og var formaður nemendafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri. Hún segist alltaf hafa fylgst vel með Gettu betur. „Ég var mjög mikið í tengslum við Gettu betur í gegnum félagslífið. Það er ekkert svo langt síðan það var,“ segir hin 23 ára Edda og hlær. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessum þætti og það er frábært að fá að taka þátt í þessu.“ Hún stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands og það var í gegnum námið sem henni bauðst spyrilsstaðan. „Ég tók einn áfanga í tengslum við RÚV í vor. Eftir hann hafði Sigrún Stefánsdóttir [dagskrárstjóri Sjónvarpsins] samband við mig og bauð mér að koma í prufur,“ segir Edda, sem er einnig í stúdentaráði Háskólans. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára er hún gift og á von á sínu öðru barni í desember. Hún óttast ekki að barnið muni hafa áhrif á spyrilsstarfið. „Ég er viss um að þetta verði skemmtileg blanda. Ég verð bara að mjólka heima og æfa mig á spurningunum,“ segir hún hress. Marteinn Sindri Jónsson er 21 árs Reykvíkingur sem hefur starfað talsvert á Rás 1 og stjórnaði þættinum Mánafjöll síðasta vetur. „Það er fyrst og fremst heiður að fá þetta tækifæri. Ég er bjartsýnn á að þetta verði skemmtileg og góð reynsla sem muni nýtast í önnur verkefni lífsins,“ segir Marteinn Sindri, sem les heimspeki við Háskóla Íslands. Hann fyllir skarð hins skelegga Ásgeirs Erlendssonar sem stigavörður í Gettu betur. Marteinn á sér óvenjulega fortíð því hann starfaði sem fyrirsæta erlendis eftir stúdentspróf frá MH og sýndi fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. „Ég fór út í smá tíma en svo ákvað ég að það byðust stærri verkefni hérna heima. Minn metnaður lá annars staðar,“ segir Marteinn, sem er sagður hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Jacobs. „Þetta var gífurleg reynsla sem víkkaði út sjóndeildarhringinn,“ segir hann um fyrirsætuferilinn. Dagskrárstjórinn Sigrún Stefánsdóttir er hæstánægð með nýju starfsmennina. „Ég hef mikla trú á þeim. Það er gaman að fá ný andlit á skjáinn og leyfa þeim að spreyta sig.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Spyrillinn Edda Hermannsdóttir og stigavörðurinn Marteinn Sindri Jónsson eru ný andlit spurningakeppninnar Gettu betur sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu 19. febrúar. Höfundur spurninga verður sá sami og áður, Örn Úlfar Sævarsson. „Það eru spennandi tímar fram undan. Það fer vissulega svolítill tími í þetta og þetta er ekki alveg orðið raunverulegt enn þá. En mér líst rosalega vel á þennan hóp sem verður með mér,“ segir Edda, sem fetar í fótspor Evu Maríu Jónsdóttur sem hefur spurt nemendur spjörunum úr undanfarin tvö ár. Edda viðurkennir að hún kvíði því lítillega að koma í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. „Það er passlega mikið stresss, eins og það á að vera. En ég er búin að fara á nokkrar æfingar og ætti nú að vera vel undirbúin.“ Sjónvarpsmennska ætti henni líka að vera í blóð borin því hún er dóttir hins eins og sanna Hemma Gunn. Edda er Akureyringur og var formaður nemendafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri. Hún segist alltaf hafa fylgst vel með Gettu betur. „Ég var mjög mikið í tengslum við Gettu betur í gegnum félagslífið. Það er ekkert svo langt síðan það var,“ segir hin 23 ára Edda og hlær. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessum þætti og það er frábært að fá að taka þátt í þessu.“ Hún stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands og það var í gegnum námið sem henni bauðst spyrilsstaðan. „Ég tók einn áfanga í tengslum við RÚV í vor. Eftir hann hafði Sigrún Stefánsdóttir [dagskrárstjóri Sjónvarpsins] samband við mig og bauð mér að koma í prufur,“ segir Edda, sem er einnig í stúdentaráði Háskólans. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára er hún gift og á von á sínu öðru barni í desember. Hún óttast ekki að barnið muni hafa áhrif á spyrilsstarfið. „Ég er viss um að þetta verði skemmtileg blanda. Ég verð bara að mjólka heima og æfa mig á spurningunum,“ segir hún hress. Marteinn Sindri Jónsson er 21 árs Reykvíkingur sem hefur starfað talsvert á Rás 1 og stjórnaði þættinum Mánafjöll síðasta vetur. „Það er fyrst og fremst heiður að fá þetta tækifæri. Ég er bjartsýnn á að þetta verði skemmtileg og góð reynsla sem muni nýtast í önnur verkefni lífsins,“ segir Marteinn Sindri, sem les heimspeki við Háskóla Íslands. Hann fyllir skarð hins skelegga Ásgeirs Erlendssonar sem stigavörður í Gettu betur. Marteinn á sér óvenjulega fortíð því hann starfaði sem fyrirsæta erlendis eftir stúdentspróf frá MH og sýndi fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. „Ég fór út í smá tíma en svo ákvað ég að það byðust stærri verkefni hérna heima. Minn metnaður lá annars staðar,“ segir Marteinn, sem er sagður hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Jacobs. „Þetta var gífurleg reynsla sem víkkaði út sjóndeildarhringinn,“ segir hann um fyrirsætuferilinn. Dagskrárstjórinn Sigrún Stefánsdóttir er hæstánægð með nýju starfsmennina. „Ég hef mikla trú á þeim. Það er gaman að fá ný andlit á skjáinn og leyfa þeim að spreyta sig.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira