Sjálfsvíg - hvað svo? 10. nóvember 2010 06:00 Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun