Samvinna um skuldavanda og atvinnu 7. október 2010 06:00 Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu. Enginn stjórnmálamaður vill sjá nokkra fjölskyldu missa heimili sitt á uppboði. Enginn stjórnmálamaður vill sjá íslenskt atvinnulíf í þeim lamasessi sem það er í dag. Þetta er þó sá ömurlegi veruleiki sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í október 2008. Síðustu daga hafa fjölmargir tölvupóstar borist til þingmanna. Margir lýsa yfir vantrú sinni á að þingmenn geti yfir höfuð starfað saman. Stjórnvöld standa í einu horninu, stjórnarandstaðan í öðru, hagsmunasamtök atvinnurekenda og launþega í því þriðja og lífeyrissjóðirnir í því fjórða, allir með boxhanskana á lofti. Í miðjunni stendur svo almenningur og á honum dynja höggin úr öllum áttum. Því hafa mjög blendnar tilfinningar bærst í mínu brjósti. Ein af spurningunum sem ég hef spurt mig er hvernig stjórnmálamenn Íslendingar vilja. Viljum við stjórnmálamenn sem segja það hreint út að engin kanína sé í hattinum og að engar töfralausnir séu til? Eða viljum við stjórnmálamenn sem segja okkur það sem við viljum heyra? Það er sannfæring mín að það séu til lausnir en þær eru ekki einfaldar. Almenn skuldaleiðrétting er ekki einföld, en hún er framkvæmanleg. Réttlátur niðurskurður í velferðarkerfinu er ekki einfaldur en hann er framkvæmanlegur. Endurreisn atvinnulífsins er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Sanngjörn skipting byrðanna er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Í ályktun þingmannanefndarinnar voru þingmenn hvattir til að sýna heiðarleika, hugrekki og festu í störfum sínum. Það viljum við Framsóknarmenn gera. Við viljum að tekið verði á skuldavanda heimila og fyrirtækja af festu. Dreifa verður byrðunum og allir verða að axla ábyrgð á vandanum af hugrekki. Ekki bara skuldarar, ekki bara lífeyrisþegar, ekki bara atvinnurekendur og ekki bara launþegar. Heldur við öll. Skilaboð okkar Framsóknarmanna eru því skýr. Við viljum samvinnu um almennar aðgerðir í þágu heimilanna og endurreisn atvinnulífsins. Við erum reiðubúin til samvinnu við hvern þann sem vill takast á við það mikla verkefni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu. Enginn stjórnmálamaður vill sjá nokkra fjölskyldu missa heimili sitt á uppboði. Enginn stjórnmálamaður vill sjá íslenskt atvinnulíf í þeim lamasessi sem það er í dag. Þetta er þó sá ömurlegi veruleiki sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í október 2008. Síðustu daga hafa fjölmargir tölvupóstar borist til þingmanna. Margir lýsa yfir vantrú sinni á að þingmenn geti yfir höfuð starfað saman. Stjórnvöld standa í einu horninu, stjórnarandstaðan í öðru, hagsmunasamtök atvinnurekenda og launþega í því þriðja og lífeyrissjóðirnir í því fjórða, allir með boxhanskana á lofti. Í miðjunni stendur svo almenningur og á honum dynja höggin úr öllum áttum. Því hafa mjög blendnar tilfinningar bærst í mínu brjósti. Ein af spurningunum sem ég hef spurt mig er hvernig stjórnmálamenn Íslendingar vilja. Viljum við stjórnmálamenn sem segja það hreint út að engin kanína sé í hattinum og að engar töfralausnir séu til? Eða viljum við stjórnmálamenn sem segja okkur það sem við viljum heyra? Það er sannfæring mín að það séu til lausnir en þær eru ekki einfaldar. Almenn skuldaleiðrétting er ekki einföld, en hún er framkvæmanleg. Réttlátur niðurskurður í velferðarkerfinu er ekki einfaldur en hann er framkvæmanlegur. Endurreisn atvinnulífsins er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Sanngjörn skipting byrðanna er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Í ályktun þingmannanefndarinnar voru þingmenn hvattir til að sýna heiðarleika, hugrekki og festu í störfum sínum. Það viljum við Framsóknarmenn gera. Við viljum að tekið verði á skuldavanda heimila og fyrirtækja af festu. Dreifa verður byrðunum og allir verða að axla ábyrgð á vandanum af hugrekki. Ekki bara skuldarar, ekki bara lífeyrisþegar, ekki bara atvinnurekendur og ekki bara launþegar. Heldur við öll. Skilaboð okkar Framsóknarmanna eru því skýr. Við viljum samvinnu um almennar aðgerðir í þágu heimilanna og endurreisn atvinnulífsins. Við erum reiðubúin til samvinnu við hvern þann sem vill takast á við það mikla verkefni með okkur.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun