Innlent

Geir í viðtali við FT: Pólitískir andstæðingar að jafna sakirnar

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við Fincancial Times í dag. Mynd/ GVA.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við Fincancial Times í dag. Mynd/ GVA.
Geir H. Haarde segir í viðtali við breska viðskiptadagblaðið The Financial Times í dag að pólitískir andstæðingar sínir séu að jafna við sig sakirnar, það sé hin raunverulega ástæða á bak við ákæru Alþingis á hendur honum fyrir landsdómi.

Geir segir að gagnrýna megi hvað íslensk stjórnvöld hafi gert í aðdraganda hrunsins en hann og kollegar hans hafi ekki valdið neinni kreppu, ekki frekar en George Bush í Bandaríkjunum og Gordon Brown í Bretlandi. Geir segir að mjög fáir stjórnmálamenn á Íslandi hafi gagnrýnt vöxt bankakerfisins. Bankarnir hafi greitt mjög mikið í laun til starfsfólks og í skatta. Þetta hafi því verið vegferð fyrir bankahrunið sem allir hafi notið. Financial Times segir að ríkisstjórn Geirs, sem blaðið kallar hægristjórn, hafi hampað einkavæðingu bankanna og auknu frelsi í bankaviðskiptum. Geir segist í viðtalinu hafa viljað gera margt öðruvísi fyrir hrunið en hins vegar hljóti ábyrgð á bankahruninu og hugsanleg refsiábyrgð að hvíla á eigendum og stjórnendum bankanna, en margir þeirra séu nú þegar til rannsóknar fyrir afglöp í starfi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×