NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel Óskar Ófeigur JónssonDerrick Rose skrifar 31. október 2010 11:00 Derrick Rose í leiknum í nótt. Mynd/AP Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira