Ætlar að koma Íslandi aftur á kortið 19. júní 2010 06:00 Stefán Sölvi Pétursson Vann keppnina sterkasti maður Íslands á þjóðhátíðardaginn og stefnir langt. Fréttablaðið/Sunnahlín Stefán Sölvi Pétursson vann keppnina sterkasti maður Íslands sem haldin var 17. júní. Hann er ekki óvanur því að vinna titla en þetta er í annað sinn sem Stefán er sterkasti maður Íslands ásamt því að vera þrefaldur Vestfjarðavíkingur. „Ég er mjög ánægður með titilinn og gott að erfiðið borgar sig á endanum.“ Stefán er strax farinn út aftur til að keppa í Hálandaleikunum í Skotlandi en hann er staðráðinn í að koma Íslandi aftur á kortið í þessum geira og leggur mikinn metnað í æfingarnar. „Það eru ellefu ár síðan Íslendingur vann síðast í sterkasti maður heims og okkar tími er því kominn.“ Stefán setur markmiðið hátt og er Jón Páll hans fyrirmynd. „Markmiðið er að ná að landa öllum stóru titlunum eins og Jón Páll. Maður hefði örugglega ekki farið út í þetta ef ég hefði ekki sem krakki séð Jón Pál fara á kostum,“ segir Stefán sem byrjaði að æfa 17 ára og æfir alla daga. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir en þótti of stór og klunnalegur fyrir fótbolta og handbolta. Svo fann ég mig í að lyfta stórum þungum hlutum og ákvað að einbeita mér að því.“ Stefán vinnur sem öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er í fjarnámi í frumgreinadeild Háskóla Reykjavíkur. „Þetta tekur mikinn tíma og ég nota allan minn frítíma í að gera sem minnst,“ segir Stefán sem verður á fullu í allt sumar að þeysast heimshornanna á milli til að vekja hróður Íslands í aflraunum. - áp Lífið Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Stefán Sölvi Pétursson vann keppnina sterkasti maður Íslands sem haldin var 17. júní. Hann er ekki óvanur því að vinna titla en þetta er í annað sinn sem Stefán er sterkasti maður Íslands ásamt því að vera þrefaldur Vestfjarðavíkingur. „Ég er mjög ánægður með titilinn og gott að erfiðið borgar sig á endanum.“ Stefán er strax farinn út aftur til að keppa í Hálandaleikunum í Skotlandi en hann er staðráðinn í að koma Íslandi aftur á kortið í þessum geira og leggur mikinn metnað í æfingarnar. „Það eru ellefu ár síðan Íslendingur vann síðast í sterkasti maður heims og okkar tími er því kominn.“ Stefán setur markmiðið hátt og er Jón Páll hans fyrirmynd. „Markmiðið er að ná að landa öllum stóru titlunum eins og Jón Páll. Maður hefði örugglega ekki farið út í þetta ef ég hefði ekki sem krakki séð Jón Pál fara á kostum,“ segir Stefán sem byrjaði að æfa 17 ára og æfir alla daga. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir en þótti of stór og klunnalegur fyrir fótbolta og handbolta. Svo fann ég mig í að lyfta stórum þungum hlutum og ákvað að einbeita mér að því.“ Stefán vinnur sem öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er í fjarnámi í frumgreinadeild Háskóla Reykjavíkur. „Þetta tekur mikinn tíma og ég nota allan minn frítíma í að gera sem minnst,“ segir Stefán sem verður á fullu í allt sumar að þeysast heimshornanna á milli til að vekja hróður Íslands í aflraunum. - áp
Lífið Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira