101 Öræfasveit 3. september 2010 06:00 Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notkun nýtt háhraða ljósleiðaranet. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveitinni náðist eingöngu ein sjónvarpsstöð. Með tilkomu ljósleiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raunar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fallegu sveit milli sanda. Ljósleiðarann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarpsstöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni. Drifkraftur Öræfinga er aðdáunarverður. Verkefnið var umfangsmikið og kostnaður á hvert heimili í sveitinni nemur um hálfri milljón króna. Fjarskiptafélag Öræfinga var stofnað í þeim tilgangi að kippa sveitinni í einu vetvangi úr tæknilegri fornöld og inn í nútímann. Það hefur nú tekist og starfsfólk Vodafone er stolt af því, að Öræfingar skuli hafa valið okkur sem sinn þjónustuaðila á hinu nýja fjarskiptaneti í Öræfasveit. Örugg og góð fjarskipti, ekki síst öflug nettenging, er ein lykilforsenda þess að dreifðari byggðir landsins megi dafna. Þau auka lífsgæði fólks, gera því auðveldara að stunda fjarnám, sækja sér afþreyingu og stunda nútímaleg samskipti við umheiminn. Þau bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auka gæði skólastarfs og ættu í raun að teljast til sjálfsagðra réttinda íbúa um land allt. Öræfingar hafa sýnt að þeir eru framsýnir ekki síður en stórhuga. Þeir hefðu getað farið ódýrari leið og fengið með því hefðbundna netþjónustu. Sú leið hefði kostað minna en að sama skapi hefði hún dugað skemur og haft takmarkaðari nýtingarmöguleika. Með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitinni hafa íbúar stigið stórt skref inn í framtíðina og sýnt í verki að ekkert fær stöðvað góða hugmynd ef fólk vinnur saman. Til hamingju með daginn Öræfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notkun nýtt háhraða ljósleiðaranet. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveitinni náðist eingöngu ein sjónvarpsstöð. Með tilkomu ljósleiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raunar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fallegu sveit milli sanda. Ljósleiðarann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarpsstöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni. Drifkraftur Öræfinga er aðdáunarverður. Verkefnið var umfangsmikið og kostnaður á hvert heimili í sveitinni nemur um hálfri milljón króna. Fjarskiptafélag Öræfinga var stofnað í þeim tilgangi að kippa sveitinni í einu vetvangi úr tæknilegri fornöld og inn í nútímann. Það hefur nú tekist og starfsfólk Vodafone er stolt af því, að Öræfingar skuli hafa valið okkur sem sinn þjónustuaðila á hinu nýja fjarskiptaneti í Öræfasveit. Örugg og góð fjarskipti, ekki síst öflug nettenging, er ein lykilforsenda þess að dreifðari byggðir landsins megi dafna. Þau auka lífsgæði fólks, gera því auðveldara að stunda fjarnám, sækja sér afþreyingu og stunda nútímaleg samskipti við umheiminn. Þau bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auka gæði skólastarfs og ættu í raun að teljast til sjálfsagðra réttinda íbúa um land allt. Öræfingar hafa sýnt að þeir eru framsýnir ekki síður en stórhuga. Þeir hefðu getað farið ódýrari leið og fengið með því hefðbundna netþjónustu. Sú leið hefði kostað minna en að sama skapi hefði hún dugað skemur og haft takmarkaðari nýtingarmöguleika. Með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitinni hafa íbúar stigið stórt skref inn í framtíðina og sýnt í verki að ekkert fær stöðvað góða hugmynd ef fólk vinnur saman. Til hamingju með daginn Öræfingar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar