Kynþáttafordómar líðast ekki 15. september 2010 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun