Héldu kyrru fyrir og lifðu af Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 16. febrúar 2010 00:01 Aðstæður á Langjökli voru erfiðar. „Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
„Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira