Innlent

Víkja sæti vegna landsdóms

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Kjararáði ber að ákveða þóknun dómenda og dómritara landsdóms, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Í gildandi lögum segir að landsdómur sjálfur ákveði þóknunina. Telur ráðherrann eðlilegt að kjararáð annist ákvörðunina.

Tveir fulltrúar í kjararáði þurfa að líkindum að víkja sæti við umfjöllun þess um málið. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson situr í landsdómi og Jónas Þór Guðmundsson er varamaður í dómnum. Verða varamenn þeirra í kjararáði kallaðir til við ákvörðunina ef og þegar frumvarp ráðherra verður að lögum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×