Sífellt fleiri vilja leiðréttingu 16. júní 2010 05:15 alþingi Sífellt fleiri þingmenn allra flokka nefna nú möguleikann á að almenna leiðréttingu skulda. Stefna ríkisstjórnarinnar er þó enn að grípa til sértækra aðgerða.FRÉTTABLAÐIÐ/ Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira