Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan 19. nóvember 2010 07:15 Edvard G. Guðnason hélt erindi um sæstrenginn á fundi Landsvirkjunar, Innovit og Háskólans í Reykjavík í gær um nýsköpun í orkugeiranum.fréttablaðið/stefán Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira