NBA í nótt: Boston og Cleveland áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2010 09:00 LeBron James í baráttunni í nótt. Mynd/AP Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2. Cleveland og Boston munu nú mætast í annarri umferðinni og verður fyrsti leikur liðanna nú á laugardaginn. Cleveland vann Chicago, 96-94, í spennandi leik þar sem Cleveland var lengst af með undirtökin. Liðið náði þó aldrei að hrista gestina af sér og fékk Chicago möguleika á að jafna metin þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Það tókst þó ekki. Helsta áhyggjuefni fyrir Cleveland í leiknum var þó að LeBron James virtist meiðast á vinstri olnboga í leiknum og óvíst hvaða áhrif það hefur á hann í framhaldinu. „Ég veit í sannleika sagt ekki hvað er á seyði," sagði James eftir leikinn. „Mér líður eins og ég hafi rekist í vitlausa beinið og mér líður eins og að ég sé dofinn í olnboganum." Þrátt fyrir það var James aðeins hársbreidd að ná þrefaldri tvennu og verða þar með fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær slíku í tveimur leikjum í úrslitakeppninni í röð. Hann var með nítján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Cleveland með nítján stig og Delonte West var með sextán. Hjá Chicago var Derrick Rose með 31 stig og Luol Deng 26. Cleveland vann rimmuna gegn Chicago samtals 4-1. Boston vann Miami, 96-86, og þar með 4-1 í rimmu liðanna. Dwyane Wade, leikmaður Miami, viðurkenndi eftir leik að betra liðið hefði unnið seríuna. Hann var með 31 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst í leiknum. Mario Chalmers kom næstur með 20 stig. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig, Paul Pierce með 21 og Rajon Rondo með sextán og tólf stoðsendingar. Þá vann Dallas sigur á San Antonio, 103-81, í afar spennandi rimmu liðanna frá Texas. Leikurinn fór fram á heimavelli Dallas en San Antonio getur tryggt sér sæti í næstu umferð á heimavelli sínum á þriðjudaginn. Caron Butler átti stórleik og skoraði 35 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Dallas hafði tapað þremur leikjum í röð í seríunni en sigur liðsins í nótt var sannfærandi. Engum leikmanni Dallas hafði tekist að skora meira en 30 stig í leik í úrslitakeppninni síðan 2006 fyrir utan Dirk Nowitzky sem var með fimmtán stig í nótt. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio, Grant Hill var með tólf og Tim Duncan ellefu. NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2. Cleveland og Boston munu nú mætast í annarri umferðinni og verður fyrsti leikur liðanna nú á laugardaginn. Cleveland vann Chicago, 96-94, í spennandi leik þar sem Cleveland var lengst af með undirtökin. Liðið náði þó aldrei að hrista gestina af sér og fékk Chicago möguleika á að jafna metin þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Það tókst þó ekki. Helsta áhyggjuefni fyrir Cleveland í leiknum var þó að LeBron James virtist meiðast á vinstri olnboga í leiknum og óvíst hvaða áhrif það hefur á hann í framhaldinu. „Ég veit í sannleika sagt ekki hvað er á seyði," sagði James eftir leikinn. „Mér líður eins og ég hafi rekist í vitlausa beinið og mér líður eins og að ég sé dofinn í olnboganum." Þrátt fyrir það var James aðeins hársbreidd að ná þrefaldri tvennu og verða þar með fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær slíku í tveimur leikjum í úrslitakeppninni í röð. Hann var með nítján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Cleveland með nítján stig og Delonte West var með sextán. Hjá Chicago var Derrick Rose með 31 stig og Luol Deng 26. Cleveland vann rimmuna gegn Chicago samtals 4-1. Boston vann Miami, 96-86, og þar með 4-1 í rimmu liðanna. Dwyane Wade, leikmaður Miami, viðurkenndi eftir leik að betra liðið hefði unnið seríuna. Hann var með 31 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst í leiknum. Mario Chalmers kom næstur með 20 stig. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig, Paul Pierce með 21 og Rajon Rondo með sextán og tólf stoðsendingar. Þá vann Dallas sigur á San Antonio, 103-81, í afar spennandi rimmu liðanna frá Texas. Leikurinn fór fram á heimavelli Dallas en San Antonio getur tryggt sér sæti í næstu umferð á heimavelli sínum á þriðjudaginn. Caron Butler átti stórleik og skoraði 35 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Dallas hafði tapað þremur leikjum í röð í seríunni en sigur liðsins í nótt var sannfærandi. Engum leikmanni Dallas hafði tekist að skora meira en 30 stig í leik í úrslitakeppninni síðan 2006 fyrir utan Dirk Nowitzky sem var með fimmtán stig í nótt. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio, Grant Hill var með tólf og Tim Duncan ellefu.
NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira