Land og synir snúa aftur 4. desember 2010 14:30 Hlakka til að spila á ný Gunnar Þór Eggersson gítarleikari og Hreimur Örn söngvari eru spenntir fyrir kvöldinu en Land og synir eru með tónleika á Spot í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira