Handbolti

Logi Geirs: Frábærir áhorfendur á Húsavík

Henry Birgir Gunnarsson á Húsavík skrifar
Logi stöðvar hér Alexander Jónasson, leikmann Völsungs, í leiknum í dag. Mynd/640.is
Logi stöðvar hér Alexander Jónasson, leikmann Völsungs, í leiknum í dag. Mynd/640.is

Logi Geirsson, leikmaður FH, var ánægður með daginn á Húsavík enda var vel mætt á völlinn á Húsavík og stemningin á vellinum fín.

"Áhorfendur hér í dag voru frábærir og gaman að koma út á land og upplifa svona stemningu. Þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Logi sem var afar vinsæll hjá krökkunum á Húsavík.

"Það er mikill áhugi fyrir handbolta út á landi en fólkið þar fær ekki oft að sjá stóru liðin spila og það var þeim mun ánægjulegra að koma hingað og spila þennan leik. Við gáfum okkur allan í þennan leik og sýndum fólkinu hvað við getum.

"Við mættum ekki með neitt vanmat til leiks og tókum Völsungana föstum tökum allan tímann. Ég veit að þeir hafa ekki margir spilað mikinn handbolta í gegnum tíðina en það er gaman að sjá að það sé að kvikna aftur handboltalíf á Húsavík. Ég tók síðan handboltaæfingu með krökkunum fyrir leik og það eru margir mjög efnilegir krakkar hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×