Handbolti

Sebastían: Vandamálið er andlegt

Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar

Við vorum aldrei inn í þessum leik, ekkert frekar en í öllum heimaleikjunum okkar í vetur,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, eftir tapið gegn Fram í kvöld. Selfyssingar töpuðu 30-38 gegn Fram í áttundu umferð N1 deild-karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi.

Framarar keyrðu yfir Selfyssinga í fyrri hálfleiknum og voru með níu marka forystu í hálfleik. Slæm byrjun Selfoss hefur einkennt leik liðsins í vetur og sérstaklega á heimavelli.

„Við erum að tapa öllum heimaleikjunum okkar í fyrri hálfleik sem er mikið áhyggjuefni. Það er alveg ljóst að vandamál okkar eru andlegs eðlis og það er hlutur sem við verðum að vinna í saman sem hópur,“ sagði Sebastian.

„Við komum sterkir til baka í síðari hálfleiknum og sýndum að við erum samkeppnishæfir í þessari deild. Í byrjun móts gátum við ekki skorað 30 mörk í leik en það höfum við gert í síðustu tveimur leikjum  sem  er jákvætt,“ sagði Sebastian fúll eftir tapið gegn Fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×