Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni 27. apríl 2010 07:00 Örn Marinó og Þorkell Harðarson með fyrrverandi fálkasölumanninum Alan Howell Parrot á frumsýningu Feathered Cocaine sem vakið hefur óskipta athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. NordicPhotos/Getty „Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið