Handbolti

Ísland í riðli með heimsmeisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rússar fagna heimsmeistaratitlinum í fyrra.
Rússar fagna heimsmeistaratitlinum í fyrra. Nordic Photos / AFP
Dregið var í riðla í dag fyrir Evrópumeistaramót í handbolta kvenna sem fer fram í Danmörku og Noregi í desember næstkomandi.

Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Króatíu og Rússlandi sem eru ríkjandi heimsmeistarar. Ísland getur engu að síður vel við unað, sérstaklega þar sem Svartfellingar eru taldir vera með lakasta liðið af þeim sem voru í fyrsta styrkleikaflokki.

Hvorki Króatía né Svartfjallaland voru með á HM sem fór fram á síðasta ári.

Íslenski riðillinn fer fram í Árósum í Danmörku þar sem fjölmargir Íslendingar búa.

Leikir Íslands í riðlakeppninni:

7. desember:

Króatía - Ísland

8./9. desember:

Ísland - Svartfjallaland

10./11. desember:

Rússland - Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×