Sjóðheitir Bretar 2. október 2010 06:00 bombay bicycle club Hljómsveitin spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni 16. október í Listasafni Reykjavíkur. Hljómsveitin Bombay Bicycle Club spilar á Iceland Airwaves 16. október. Bassaleikarinn Ed Nash ræddi við Fréttablaðið um heimsóknina til Íslands og nekt á hótelherbergjum. Enska hljómsveitin Bombay Bicycle Club spilar í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves-hátíðinni 16. október á undan sænsku söngkonunni Robyn. Bassa- og hljómborðsleikarinn Ed Nash hlakkar mikið til Íslandsfararinnar. „Ég hef heyrt að þessi hátíð sé hreint út sagt mögnuð. Við erum allir ótrúlega spenntir að koma í heimsókn. Við ætlum að vera á Íslandi daginn eftir tónleikana og kíkja í partíið í Bláa lóninu. Ég hef heyrt að það sé mjög skemmtilegt. Síðan verðum við líka eitthvað í Reykjavík enda er víst mjög fallegt þar," segir Nash. Bombay Bicycle Club spilar melódískt og skemmtilegt indípopp og er tvímælalaust heitt heitasta nafnið á Airwaves í ár, enda stutt síðan sveitin hlaut NME-verðlaun in sem besti breski nýliðinn. Þar skaut hún flytjendum á borð við The XX, La Roux og Mumford & Sons ref fyrir rass. Hljómsveitina skipa fjórir tvítugir piltar, eða þeir Jack Steadman, Jamie MacColl, Suren de Saram og Nash. Þrátt fyrir ungan aldur hefur sveitin þegar gefið út tvær stórar plötur. „Við byrjuðum að spila saman fyrir fimm árum. Þrír úr hljómsveitinni voru saman í skóla og ég var vinur þeirra. Þeir spiluðu fyrst á skólatónleikum en eftir að þeir fóru að spila á börum og á litlum tónleikastöðum báðu þeir mig um að hjálpa til og spila á bassann. Fólk var að fíla tónlistina okkar, þannig að við héldum bara áfram, hættum í skóla og ákváðum að láta slag standa. Og það gekk upp," segir Nash. Fyrsta plata sveitarinnar, I Had The Blues But I Shook Them Loose, kom út í fyrra eftir að sveitin hafði gert fjögurra platna samning við útgáfufyrirtækið Island Records. Strax í júlí síðastliðnum kom síðan út önnur plata, Flaws. Hún er töluvert frábrugðin þeirri fyrstu, enda órafmögnuð. „Við spiluðum alltaf órafmagnað eftir tónleika þegar við vorum að djamma saman. Við áttum þessi lög og okkur fannst þau mjög góð þannig að við ákváðum að taka þau upp. Eftir eitt ár áttuðum við okkur á því að við værum með fínt efni í plötu þannig að við ákváðum að gefa hana út. Við hugsuðum hana aldrei sem okkar aðra plötu vegna þess að hún var svo frábrugðin þeirri fyrri. Þetta átti eiginlega að vera hliðarverkefni hjá okkur," útskýrir Nash. Piltarnir slá ekki slöku við því vinna við plötu númer þrjú er þegar hafin og klárast hún líklega á næstu tveimur mánuðum. Sú skífa verður meira í líkingu við þá fyrstu; nokkurs konar rökrétt framhald af henni. Lítið hefur verið um tónleikahald hjá Bombay Bicycle Club á þessu ári, enda hefur hljóðverið tekið langmestan tímann. Spurður um það klikkaðasta sem þeir félagar hafi gert á tónleikaferð segir Nash: „Ég og söngvarinn Jack læstum okkur einu sinni úti fyrir utan hótelherbergið okkar naktir. Við þurftum að fara niður í móttöku og maðurinn þurfti að koma og opna fyrir okkur," segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Hljómsveitin Bombay Bicycle Club spilar á Iceland Airwaves 16. október. Bassaleikarinn Ed Nash ræddi við Fréttablaðið um heimsóknina til Íslands og nekt á hótelherbergjum. Enska hljómsveitin Bombay Bicycle Club spilar í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves-hátíðinni 16. október á undan sænsku söngkonunni Robyn. Bassa- og hljómborðsleikarinn Ed Nash hlakkar mikið til Íslandsfararinnar. „Ég hef heyrt að þessi hátíð sé hreint út sagt mögnuð. Við erum allir ótrúlega spenntir að koma í heimsókn. Við ætlum að vera á Íslandi daginn eftir tónleikana og kíkja í partíið í Bláa lóninu. Ég hef heyrt að það sé mjög skemmtilegt. Síðan verðum við líka eitthvað í Reykjavík enda er víst mjög fallegt þar," segir Nash. Bombay Bicycle Club spilar melódískt og skemmtilegt indípopp og er tvímælalaust heitt heitasta nafnið á Airwaves í ár, enda stutt síðan sveitin hlaut NME-verðlaun in sem besti breski nýliðinn. Þar skaut hún flytjendum á borð við The XX, La Roux og Mumford & Sons ref fyrir rass. Hljómsveitina skipa fjórir tvítugir piltar, eða þeir Jack Steadman, Jamie MacColl, Suren de Saram og Nash. Þrátt fyrir ungan aldur hefur sveitin þegar gefið út tvær stórar plötur. „Við byrjuðum að spila saman fyrir fimm árum. Þrír úr hljómsveitinni voru saman í skóla og ég var vinur þeirra. Þeir spiluðu fyrst á skólatónleikum en eftir að þeir fóru að spila á börum og á litlum tónleikastöðum báðu þeir mig um að hjálpa til og spila á bassann. Fólk var að fíla tónlistina okkar, þannig að við héldum bara áfram, hættum í skóla og ákváðum að láta slag standa. Og það gekk upp," segir Nash. Fyrsta plata sveitarinnar, I Had The Blues But I Shook Them Loose, kom út í fyrra eftir að sveitin hafði gert fjögurra platna samning við útgáfufyrirtækið Island Records. Strax í júlí síðastliðnum kom síðan út önnur plata, Flaws. Hún er töluvert frábrugðin þeirri fyrstu, enda órafmögnuð. „Við spiluðum alltaf órafmagnað eftir tónleika þegar við vorum að djamma saman. Við áttum þessi lög og okkur fannst þau mjög góð þannig að við ákváðum að taka þau upp. Eftir eitt ár áttuðum við okkur á því að við værum með fínt efni í plötu þannig að við ákváðum að gefa hana út. Við hugsuðum hana aldrei sem okkar aðra plötu vegna þess að hún var svo frábrugðin þeirri fyrri. Þetta átti eiginlega að vera hliðarverkefni hjá okkur," útskýrir Nash. Piltarnir slá ekki slöku við því vinna við plötu númer þrjú er þegar hafin og klárast hún líklega á næstu tveimur mánuðum. Sú skífa verður meira í líkingu við þá fyrstu; nokkurs konar rökrétt framhald af henni. Lítið hefur verið um tónleikahald hjá Bombay Bicycle Club á þessu ári, enda hefur hljóðverið tekið langmestan tímann. Spurður um það klikkaðasta sem þeir félagar hafi gert á tónleikaferð segir Nash: „Ég og söngvarinn Jack læstum okkur einu sinni úti fyrir utan hótelherbergið okkar naktir. Við þurftum að fara niður í móttöku og maðurinn þurfti að koma og opna fyrir okkur," segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira