Íslenski boltinn

Keflvíkingar keppa í Evrópukeppninni í Futsal á Ásvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Guðmundsson verður með Keflavík.
Haraldur Guðmundsson verður með Keflavík. Mynd/Valli
Keflvíkingar hefja á laugardaginn keppni í Evrópukeppninni í Futsal (Futsal Cup) og verður riðill Keflavíkur leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Fyrsti leikur Keflavíkur er gegn Vimmerby frá Svíþjóð og hefst hann kl. 17:30 en á undan leika CF Eindhoven frá Frakklandi og KBU France frá Frakklandi og hefst þeirra leikur kl. 15:00.

Meðal leikmanna Keflavíkur eru margir af sterkustu leikmönnum liðsins í dag þar á meðal fyrirliðinn Haraldur Guðmundsson og markakóngurinn Guðmundur Steinarsson en þess má geta að feðgarnir Zoran Daníel Lubicic og Bojan Stefán Ljubicic spila báðir með liðinu.

Keflvíkingar eru þriðja íslenska liðið til að taka þátt í Futsal Cup en það fyrsta sem ræðst í að halda riðil hér á landi. Keflvíkingar hafa gefið út myndarlegt mótsblað sem hefur að geyma ýmsar upplýsingar.

Blaðið sem má sjá hér er mjög veglegt og inniheldur m.a. kynningu á Futsal og sögu þess á Íslandi, upplýsingar um þátttökuliðin og keppnina og svo að sjálfsögðu yfirlit yfir riðilinn og leikina.

Miðaverði er stillt í hóf en dagpassi á hvern leikdag kostar einungis 500 krónur en 1.000 krónur kostar passi sem gildir á alla leiki riðilsins.

Leikmenn Keflavíkur á mótinu:

Andri Steinn Birgisson

Arnór Ingvi Traustason

Aron Ingi Valtýsson

Árni Freyr Ásgeirsson

Birgir Ólafsson

Bojan Stefán Ljubicic

Brynjar Guðmundsson

Daníel Gylfason

Davíð Guðlaugsson

Eyþór I. Einarsson

Eyþór Júlíusson

Guðmundur Steinarsson

Haraldur Guðmundsson

Lukas Malesa

Magnús Þorsteinsson

Magnús Þ. Magnússon

Ómar K. Sigurðsson

Theódór Halldórsson

Viktor Smári Hafstein

Zoran Daníel Lubicic




Fleiri fréttir

Sjá meira


×