Hver er þessi Rooney Mara? 18. ágúst 2010 09:30 Rooney Mara hreppti hið eftirsóknaverða hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander í bandarísku endurútgáfu Millenium-þríleyksins. Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira