Rihanna horfir til framtíðar 11. nóvember 2010 06:00 rihanna Þrátt fyrir ungan aldur er söngkonan að gefa út sína fimmtu plötu, Loud.nordicphotos/getty Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira