Erlent

Löggurnar sprungu úr hlátri

Óli Tynes skrifar

Eldri króatískur maður var á dögunum stöðvaður vegna þess að lögreglumenn grunuðu hann um ölvun við akstur.

Sá grunur reyndist á rökum reistur. Sá gamli drafaði mjög þegar hann reyndi að svara spurningum lögreglumannanna.

Hann átti erfitt með að standa uppréttur þótt hann hallaði sér upp að bílnum.

Lögreglumennirnir fóru mjög fagmannlega að öllu. Töluðu rólegri röddu og sýndu hinum drukkna fulla virðingu.

Eins og lög gera ráð fyrir réttu þeir honum áfengismæli sem hann átti að blása. En þegar þeir sáu hvernig hann meðhöndlaði mælinn gátu þeir ekki setið á sér lengur og sprungu úr hlátri.

Smellið hér fyrir ofan til að sjá hvers vegna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×