Tryggvi Gunnarsson: Sár og svekktur yfir því sem hann hefur séð 25. janúar 2010 15:02 Rannsóknarnefnd Alþingis. Tryggvi Gunnarsson t.v., Páll Benediktsson fyrir miðju og Sigríður Benediktsdóttir. Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira