Endurkoma Eminem fullkomnuð 3. desember 2010 10:00 Mikið um dýrðir LL Cool J var kynnir á tilnefningarhátíð Grammy-verðlaunanna sem sýnd var í beinni útsendingu á CBS-sjónvarpsstöðinni og bregður hér á leik ásamt spjallaþáttastjórnandum Craig Ferguson. Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna. Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna.
Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira