Umfjöllun: Einar Örn snéri á Valsmenn á lokasekúndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:47 Einar Örn Jónsson. Mynd/Vilhelm Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri). Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri).
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira