Eldri borgarar taki þátt Ragnar Sverrisson skrifar 10. ágúst 2010 06:00 Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar