Umfjöllun: FH aðeins of stór biti fyrir Völsung Henry Birgir Gunnarsson á Húsavík skrifar 17. október 2010 18:51 Spilandi þjálfari Völsungs, Vilhjálmur Sigmundsson, er hér kominn í gegnum vörn FH en skot hans fór í stöngina: Mynd/640.is Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn