Líf Magneudóttir: Lítilmagnar samtímans 14. maí 2010 09:31 Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Tötralegir og guggnir fátæklingar híma undir vegg í rigningarsudda og vonin vaknar í augunum þegar smekklega klæddar yfirstéttarkonur koma svífandi eins og englar af himnum ofan til að gauka að þeim súpu. Lífsglaðir öreigar dansa um götur eins og í My Fair Lady og þjófóttir en sjarmerandi götustrákar taka lagið fyrir vegfarendur, alveg eins og í Oliver. Þarna var nú aldeilis litríkt mannlíf og margt skemmtilegt sem gerðist, ekki satt? Ætli þeir hafa það ekki bara þokkalegt líka, fátæku Íslendingarnir, ekki síst ef þeir draga nú upp nikkuna í biðröðinni eftir súrmjólkurpottinum og taka lagið? Og skyldi ekki blessuðum börnunum þeirra þykja vænt um allt góða fólkið sem réttir þeim ölmusuna og vera því þakklát? Það er ekki langt síðan Íslendingar þekktu neyðina mætavel. Fyrr á árum var börnum fátæklinga komið fyrir í þrælkun á þeim bæjum sem voru tilbúnir að taka við þeim fyrir lægstu meðgjöfina frá sveitinni. Niðursetningarnir eru ekki fjær okkur í tíma en svo að einhverjir þeirra kunna enn að vera á lífi, þó nánast allir af þeirra kynslóð séu gengnir á vit feðra sinna. Örlög þeirra réðust af fátækt - af því að heimili leystust upp, kannski vegna dauðsfalls, eða af því að foreldrarnir voru einhverra hluta vegna ekki færir um að sjá fyrir börnunum sínum. Niðursetningarnir áttu síðan að vera bændum þakklátir fyrir að fá þak yfir höfuðið, eitthvað að éta og starfa. Og nær okkur í tíma fann efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum skjól í Kamp Knox og öðrum misjöfnum hermannabröggum. Margir muna líka eftir að hafa búið þar. Þeir sem yngri eru þekkja braggahverfin kannski helst af skrautlegu mannlífi í bókum Einars Kárasonar og bíómynd gerðri eftir þeim, svona dálítið eins og My Fair Lady eða Oliver, og jafn óraunverulegt og fjarlægt og þær sögur. Fúkkalyktin og rottugangurinn sitja kannski meira í minni þeirra sem ólust þar upp, eineltið, níðið og örvæntingin. Við erum sem betur fer komin talsvert langt frá þessum aðstæðum hérna á Íslandi og upplifum þær vonandi aldrei framar. Ekkert barn á að þurfa að alast upp við slík kjör. En við verðum líka að horfast í augu við raunveruleikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýragarðinum og glæsilega golfvelli. Nú er farið að ganga á sparifé gætnu fjölskyldnanna og bráðum verður séreignarsparnaðurinn uppurinn. Margir hafa misst vinnuna og ekki fundið aðra. Margir eiga sífellt erfiðara með að borga af lánum og standa í skilum og fjöldi fólks óttast að missa húsnæðið. Hvert á það að fara ef sá ótti verður að veruleika? Hvernig ætlum við að hjálpa fjölskyldunum svo að þær leysist ekki upp vegna ómegðar og bjargarleysis? Þetta er ekki vinsælt umræðuefni í kosningabaráttu, ekki frekar en að misskipting í samfélaginu hefur aukist og heldur áfram að aukast ef ekkert er að gert. Við ættum að hafa áttað okkur á að blind einstaklingshyggja hefur komið okkur í ógöngur og við þurfum að snúa við blaðinu. Það er hluti af því að lifa og hrærast í samfélagi að taka sameiginlega ábyrgð. Fólkið sem mundi mætavel ástandið sem ég drap á hér að ofan barðist hörðum höndum við að koma upp velferðarkerfi til að tryggja að enginn þyrfti að þola sömu örlög og fátæklingar fyrri tíma. Um það velferðarkerfi og velferðarþjónustu þarf að standa dyggan vörð og koma í veg fyrir að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt. Fátækt er ekki sjarmerandi, söngelsk eða skemmtileg. Hún er óvættur sem við eigum ekki að þurfa að líða í okkar samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Tötralegir og guggnir fátæklingar híma undir vegg í rigningarsudda og vonin vaknar í augunum þegar smekklega klæddar yfirstéttarkonur koma svífandi eins og englar af himnum ofan til að gauka að þeim súpu. Lífsglaðir öreigar dansa um götur eins og í My Fair Lady og þjófóttir en sjarmerandi götustrákar taka lagið fyrir vegfarendur, alveg eins og í Oliver. Þarna var nú aldeilis litríkt mannlíf og margt skemmtilegt sem gerðist, ekki satt? Ætli þeir hafa það ekki bara þokkalegt líka, fátæku Íslendingarnir, ekki síst ef þeir draga nú upp nikkuna í biðröðinni eftir súrmjólkurpottinum og taka lagið? Og skyldi ekki blessuðum börnunum þeirra þykja vænt um allt góða fólkið sem réttir þeim ölmusuna og vera því þakklát? Það er ekki langt síðan Íslendingar þekktu neyðina mætavel. Fyrr á árum var börnum fátæklinga komið fyrir í þrælkun á þeim bæjum sem voru tilbúnir að taka við þeim fyrir lægstu meðgjöfina frá sveitinni. Niðursetningarnir eru ekki fjær okkur í tíma en svo að einhverjir þeirra kunna enn að vera á lífi, þó nánast allir af þeirra kynslóð séu gengnir á vit feðra sinna. Örlög þeirra réðust af fátækt - af því að heimili leystust upp, kannski vegna dauðsfalls, eða af því að foreldrarnir voru einhverra hluta vegna ekki færir um að sjá fyrir börnunum sínum. Niðursetningarnir áttu síðan að vera bændum þakklátir fyrir að fá þak yfir höfuðið, eitthvað að éta og starfa. Og nær okkur í tíma fann efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum skjól í Kamp Knox og öðrum misjöfnum hermannabröggum. Margir muna líka eftir að hafa búið þar. Þeir sem yngri eru þekkja braggahverfin kannski helst af skrautlegu mannlífi í bókum Einars Kárasonar og bíómynd gerðri eftir þeim, svona dálítið eins og My Fair Lady eða Oliver, og jafn óraunverulegt og fjarlægt og þær sögur. Fúkkalyktin og rottugangurinn sitja kannski meira í minni þeirra sem ólust þar upp, eineltið, níðið og örvæntingin. Við erum sem betur fer komin talsvert langt frá þessum aðstæðum hérna á Íslandi og upplifum þær vonandi aldrei framar. Ekkert barn á að þurfa að alast upp við slík kjör. En við verðum líka að horfast í augu við raunveruleikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýragarðinum og glæsilega golfvelli. Nú er farið að ganga á sparifé gætnu fjölskyldnanna og bráðum verður séreignarsparnaðurinn uppurinn. Margir hafa misst vinnuna og ekki fundið aðra. Margir eiga sífellt erfiðara með að borga af lánum og standa í skilum og fjöldi fólks óttast að missa húsnæðið. Hvert á það að fara ef sá ótti verður að veruleika? Hvernig ætlum við að hjálpa fjölskyldunum svo að þær leysist ekki upp vegna ómegðar og bjargarleysis? Þetta er ekki vinsælt umræðuefni í kosningabaráttu, ekki frekar en að misskipting í samfélaginu hefur aukist og heldur áfram að aukast ef ekkert er að gert. Við ættum að hafa áttað okkur á að blind einstaklingshyggja hefur komið okkur í ógöngur og við þurfum að snúa við blaðinu. Það er hluti af því að lifa og hrærast í samfélagi að taka sameiginlega ábyrgð. Fólkið sem mundi mætavel ástandið sem ég drap á hér að ofan barðist hörðum höndum við að koma upp velferðarkerfi til að tryggja að enginn þyrfti að þola sömu örlög og fátæklingar fyrri tíma. Um það velferðarkerfi og velferðarþjónustu þarf að standa dyggan vörð og koma í veg fyrir að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt. Fátækt er ekki sjarmerandi, söngelsk eða skemmtileg. Hún er óvættur sem við eigum ekki að þurfa að líða í okkar samfélagi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun