Verkefni stjórnlagaþings Eyjólfur Ármannsson skrifar 26. nóvember 2010 13:32 Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar