Lífið

Til New Orleans í nóvember

Sáttur við Inhale Inhale er til sölu í Hollandi á DVD og Blue Ray.<B> Baltasar segir þetta ekki óalgengt en hann fer til Bandaríkjanna um leið og tökum á Djúpinu lýkur til að undirbúa Contraband, endurgerð Reykjavík Rotterdam með </B>Mark Wahlberg í aðalhlutverki.
Sáttur við Inhale Inhale er til sölu í Hollandi á DVD og Blue Ray.<B> Baltasar segir þetta ekki óalgengt en hann fer til Bandaríkjanna um leið og tökum á Djúpinu lýkur til að undirbúa Contraband, endurgerð Reykjavík Rotterdam með </B>Mark Wahlberg í aðalhlutverki.

Inhale, kvikmynd Baltasars Kormáks verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þann 22. október. Margir hafa beðið spenntir eftir því að sjá frumraun Baltasars utan Íslands og nú virðist sá dagur loksins vera að renna upp. Baltasar mun síðan halda til Ameríku um leið og tökum á kvikmyndinni Djúpinu lýkur en þær hafa staðið yfir í Vestmannaeyjum í sumar.

Þá hefst undirbúningur fyrir stórmyndina Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, en eins og komið hefur fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í þeirri mynd.

Inhale er þegar fáanleg á DVD og Blue Ray í Hollandi. Stikla eða „trailer" hefur verið sett á netinu til kynningar á myndinni en þetta er í fyrsta skipti sem áhorfendum gefst kostur á að sjá brot úr myndinni.

Baltasar segist sjálfur ekki hafa hugmynd um af hverju myndinni sé dreift á DVD í Hollandi og í raun komi honum það ekkert við. Hún hafi verið seld til allra heimshorna og það sé síðan þeirra sem eiga réttinn að ákveða hvernig myndinni sé dreift.

Baltasar bætir því við að það sé ekkert óalgengt að myndinni skuli dreift á þennan hátt, Inhale sé fremur lítil mynd á bandarískan mælikvarða, hún hafi ekki kostað meira en 6 milljónir í framleiðslu.

„Ég er mjög sáttur með myndina, þetta var fín frumraun fyrir mig í Ameríku og gott tækifæri til að geta sýnt fram á að ég geti gert myndir á ensku." -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×