Minning Vilhjálms Þórs 19. febrúar 2010 06:00 Jón Sigurðsson svarar Þorvaldi Gylfasyni. Leitt er til þess að vita að vegið er að látnum manni í þeirri von að enginn verði til andsvara. Þá er því treyst að enginn svari neinu um löngu gleymd mál. Löngu hraktar ávirðingar eiga þannig að verða viðurkenndar sem söguleg sannindi. Þjóðkunnum blaðahöfundi varð þetta á hér í Fréttablaðinu fimmtud. 18.febrúar sl. Þar er því haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið sannur að sök í Olíumálinu gamla sem alræmt varð á sínum tíma. Óþarft er að sitja undir óhróðri þessum. Niðurstaða Olíumálsins gamla varð sú að meginefni þess varðaði ekki Vilhjálm Þór, heldur aðra menn. Vilhjálmur Þór var sakfelldur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að mæla beint fyrir um umsókn til gjaldeyrisyfirvalda fyrir eitt lán sem Olíufélagið hf. veitti Sambandi íslenskra samvinnufélaga haustið 1954. Í þessu og öðrum þáttum málsins var Vilhjálmur Þór ábyrgur sem stjórnarformaður, en brotin athafnir annarra starfsmanna án hans vitundar. Vilhjálmur var því í raun brotaþoli. Því er einnig haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið virðingarmaður Framsóknarflokksins. Raunin var þó sú að foringjar allra stjórnmálaflokkanna óttuðust áhrif Vilhjálms Þórs og vissu að hann fór sínu fram án atfylgis þeirra. Sannaðist þetta vel við stjórnarmyndun árið 1950. Ekki verður setið undir því lengur að menn sverti minningu þessa merkismanns. Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jón Sigurðsson svarar Þorvaldi Gylfasyni. Leitt er til þess að vita að vegið er að látnum manni í þeirri von að enginn verði til andsvara. Þá er því treyst að enginn svari neinu um löngu gleymd mál. Löngu hraktar ávirðingar eiga þannig að verða viðurkenndar sem söguleg sannindi. Þjóðkunnum blaðahöfundi varð þetta á hér í Fréttablaðinu fimmtud. 18.febrúar sl. Þar er því haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið sannur að sök í Olíumálinu gamla sem alræmt varð á sínum tíma. Óþarft er að sitja undir óhróðri þessum. Niðurstaða Olíumálsins gamla varð sú að meginefni þess varðaði ekki Vilhjálm Þór, heldur aðra menn. Vilhjálmur Þór var sakfelldur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að mæla beint fyrir um umsókn til gjaldeyrisyfirvalda fyrir eitt lán sem Olíufélagið hf. veitti Sambandi íslenskra samvinnufélaga haustið 1954. Í þessu og öðrum þáttum málsins var Vilhjálmur Þór ábyrgur sem stjórnarformaður, en brotin athafnir annarra starfsmanna án hans vitundar. Vilhjálmur var því í raun brotaþoli. Því er einnig haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið virðingarmaður Framsóknarflokksins. Raunin var þó sú að foringjar allra stjórnmálaflokkanna óttuðust áhrif Vilhjálms Þórs og vissu að hann fór sínu fram án atfylgis þeirra. Sannaðist þetta vel við stjórnarmyndun árið 1950. Ekki verður setið undir því lengur að menn sverti minningu þessa merkismanns. Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar