Brennimerktur Skítamóral fyrir lífstíð 21. desember 2010 09:00 Spennandi Arngrímur Fannar, nýr verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið, segist hlakka til að taka þátt í uppbyggingu Hörpu.Fréttablaðið/Valli „Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira