Samdi sönglög fyrir Gurru Grís 20. ágúst 2010 07:00 Lög fyrir Grís Máni Svavarsson samdi nokkur lög fyrir brúðuleikrit um Peppa Pig eða Gurru Grís en hún er feykivinsæl meðal barna á Bretlandi. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í Latabæ, hefur samið nokkur ný lög fyrir brúðuleikrit sem farið hefur sigurför um Bretland að undanförnu. Aðalpersóna brúðuleikritsins er Gurra grís eða Peppa Pig en hún hefur verið einhver vinsælasta persóna breskra barna undanfarin ár. Þættir um hana eru sýndir í 180 löndum og sýningin verður á næstunni í Liverpool. „Þetta passar, það eru sömu framleiðendur sem gera þessa sýningu og framleiddu Latabæjarsýninguna og þeir spurðu mig í fyrra hvort ég væri til í að semja nokkur lög. Það er ekki mikið af tónlist í kringum þessa persónu nema upphafslagið og ég bætti bara aðeins við.“ Máni segist ekki vera að horfa í kringum sig enda séu nóg verkefni hjá Latabæ. „Nei, þessir framleiðendur eru góðvinir okkar og ég samdi þessi lög bara í sumarfríinu mínu. Þetta eru svona lítil og léttvæg lög enda stílar Gurra grís inn á yngstu börnin,“ útskýrir Máni og bætir því við að sýningin sé líka mun minni í sniðum en til að mynda Latabæjarsýningin. Máni er nýbúinn að semja nýtt lag fyrir Latabæ sem verður notað í risastórri auglýsingaherferð fyrir matvörukeðjuna ASDA. Þar verður Latibær í aðalhlutverki nýrrar markaðsherferðar sem byggir á því að deila út skrefamælum til breskra barna og hvetja þau til að ganga meira. Magnús Scheving og Julianne Margulies verða í forsvari fyrir átakið en þetta verður í fyrsta skipti í háa herrans tíð sem þau tvö verða saman á ferðalagi við að kynna Latabæ. -fgg Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í Latabæ, hefur samið nokkur ný lög fyrir brúðuleikrit sem farið hefur sigurför um Bretland að undanförnu. Aðalpersóna brúðuleikritsins er Gurra grís eða Peppa Pig en hún hefur verið einhver vinsælasta persóna breskra barna undanfarin ár. Þættir um hana eru sýndir í 180 löndum og sýningin verður á næstunni í Liverpool. „Þetta passar, það eru sömu framleiðendur sem gera þessa sýningu og framleiddu Latabæjarsýninguna og þeir spurðu mig í fyrra hvort ég væri til í að semja nokkur lög. Það er ekki mikið af tónlist í kringum þessa persónu nema upphafslagið og ég bætti bara aðeins við.“ Máni segist ekki vera að horfa í kringum sig enda séu nóg verkefni hjá Latabæ. „Nei, þessir framleiðendur eru góðvinir okkar og ég samdi þessi lög bara í sumarfríinu mínu. Þetta eru svona lítil og léttvæg lög enda stílar Gurra grís inn á yngstu börnin,“ útskýrir Máni og bætir því við að sýningin sé líka mun minni í sniðum en til að mynda Latabæjarsýningin. Máni er nýbúinn að semja nýtt lag fyrir Latabæ sem verður notað í risastórri auglýsingaherferð fyrir matvörukeðjuna ASDA. Þar verður Latibær í aðalhlutverki nýrrar markaðsherferðar sem byggir á því að deila út skrefamælum til breskra barna og hvetja þau til að ganga meira. Magnús Scheving og Julianne Margulies verða í forsvari fyrir átakið en þetta verður í fyrsta skipti í háa herrans tíð sem þau tvö verða saman á ferðalagi við að kynna Latabæ. -fgg
Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira