Stelpurnar okkar: Vonbrigði á vonbrigði ofan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. ágúst 2010 08:00 Rakel var á hækjum eftir leikinn. Fréttablaðið/Daníel Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif. Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif.
Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira