Ertu með eða á móti? 3. september 2010 06:00 Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar