Slitasjórn Straums vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð 16. júní 2010 04:15 síðasti fundurinn William Fall var forstjóri Straums áður en skilanefnd tók Straum yfir í fyrravor. Slitastjórn telur gjörninga hans fyrir fallið í lagi.Fréttablaðið/GVA Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira