Dilana tekur upp með Þorvaldi Bjarna í Los Angeles Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. apríl 2010 09:00 Dilana segist "pottfokkingþétt" vera á leiðinni til landsins. „Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga." Rock Star Supernova Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga."
Rock Star Supernova Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira