Boston fíflaði Orlando á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2010 11:22 Stan Van Gundy, þjálfari Orlando, var niðurlútur eftir leik. Mynd/AP Boston Celtics slátraði Orlando Magic á heimavelli sínum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, 94-71. Staðan í rimmunni er nú 3-0 og getur Boston nú tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næstu viðureign. Boston var með algera yfirburði í leiknum í gær. Liðið skoraði fyrstu sjö stig leiksins og staðan eftir átta mínútur var orðin 21-6 Boston í vil og Orlando komst aldrei nálægt því að ógna forskoti heimamanna eftir það. Mestur varð munurinn í upphafi fjórða leikhluta, 32 stig í stöðunni 85-53. „Það var eins og okkur hefði verið alveg sama," sagði Dwight Howard, leikmaður Orlando, eftir leikinn. Áhugaleysi Orlando virtist aldrei meira en þegar að Rajon Rondo náði að stela boltanum í gegnum klofið á Jason Williams sem var að hlaupa aftur til að ná í boltann eftir misheppnaða sendingu. „Þetta er bara eitt af mörgum atriðum í leiknum sem sýndi hvað var í gangi hjá okkur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. „Við fórum bara á hliðina hvað hugarfar varðaði og gáfum eftir á öllum öðrum sviðum í kjölfarið." Alls skoruðu sex leikmenn Boston tíu stig eða meira í leiknum. Glen Davis var stigahæstur með sautján, Paul Pierce var með fimmtán stig og níu fráköst, Ray Allen fjórtán og Rajon Rondo ellefu og var þar að auki með tólf stoðsendingar. Stigahæstir hjá Orlando voru Vince Carter og Jameer Nelson með fimmtán stig hvor. Howard náði sér engan veginn á strik og var með sjö stig. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Boston Celtics slátraði Orlando Magic á heimavelli sínum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, 94-71. Staðan í rimmunni er nú 3-0 og getur Boston nú tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næstu viðureign. Boston var með algera yfirburði í leiknum í gær. Liðið skoraði fyrstu sjö stig leiksins og staðan eftir átta mínútur var orðin 21-6 Boston í vil og Orlando komst aldrei nálægt því að ógna forskoti heimamanna eftir það. Mestur varð munurinn í upphafi fjórða leikhluta, 32 stig í stöðunni 85-53. „Það var eins og okkur hefði verið alveg sama," sagði Dwight Howard, leikmaður Orlando, eftir leikinn. Áhugaleysi Orlando virtist aldrei meira en þegar að Rajon Rondo náði að stela boltanum í gegnum klofið á Jason Williams sem var að hlaupa aftur til að ná í boltann eftir misheppnaða sendingu. „Þetta er bara eitt af mörgum atriðum í leiknum sem sýndi hvað var í gangi hjá okkur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. „Við fórum bara á hliðina hvað hugarfar varðaði og gáfum eftir á öllum öðrum sviðum í kjölfarið." Alls skoruðu sex leikmenn Boston tíu stig eða meira í leiknum. Glen Davis var stigahæstur með sautján, Paul Pierce var með fimmtán stig og níu fráköst, Ray Allen fjórtán og Rajon Rondo ellefu og var þar að auki með tólf stoðsendingar. Stigahæstir hjá Orlando voru Vince Carter og Jameer Nelson með fimmtán stig hvor. Howard náði sér engan veginn á strik og var með sjö stig.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira