Helgi Áss Grétarsson: Enn af fiskabúrum 15. apríl 2010 06:00 Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar